Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Guðmund Hauksson, fyrrverandi forstjóra SPRON, og fjóra fyrrum stjórnarmenn sjóðsins af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik.

Auk Guðmundar voru Rannveig Rist, Jóhann Ásgeir Baldurs, Ari Bergmann Einarsson og Margrét Guðmundsdóttir ákærð í málinu sem stjórnarmenn sjóðsins. Varðaði málið tveggja milljarða króna lánveitingu SPRON til Exista rétt fyrir efnahagshrunið 2008.

Var því haldið fram af ákæruvaldinu að þau hefðu farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og stefnt fé sparisjóðsins í hættu. Öll ákærðu neituðu hins vegar sök frá upphafi.