Allir tollar, að tollum á matvæli undanskyldum, verða úr sögunni þann 1. janúar 2017 ef fjármálaráðherra nær markmiðum sínum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Jafnframt kemur fram að afnám tolla á fatnað og skó sem hafi verið boðað þann 1. janúar næstkomandi muni verða til þess að sex milljörðum minna innheimtist í ríkissjóð en ella. Eftir sem áður muni tekjur ríkissjóðs vaxa.

„Þess­ar aðgerðir eru hugsaðar til þess að lækka vöru­verð, auka gegn­sæi í verðmynd­un, bæta sam­keppn­is­hæfni og auka skil­virkni og nýta þannig bet­ur fram­leiðsluþætt­ina,“ er haft eftir Bjarna í Morgunblaðinu.