Allar helstu hlutabréfavístölur í Asíu hækkuðu í nótt og er ástæðan rakin til bjartsýni fjárfesta um að leiðtogum evruríkjanna muni takast að leggja fram raunhæfar áætlanir um hvernig bregpast megi við skuldavanda evruríkjanna seinna í þessari viku. Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði um 1,7%, Hang Seng-vísitlan hækkaði um 0,82% og ASX-vísitalan í Ástralíu um 0,7%. Þegar klukkutími lifði af viðskiptum í Sjagnhæ hafði vísitalan þar hækkað um 0,2%.