Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq hefur hækkað um 1,08% frá opnun markaða kl. 9:30.

Nánast öll félög á markaði hafa hækkað, en nokkur hafa staðið í stað, þar sem að engin viðskipti hafa verið með bréf þeirra. Gengi bréfa Haga hafa hækkað mest eða um 2,07 prósent í 103 milljón króna viðskiptum. Einnig hefur talsvert verið um viðskipti með bréf Símans en gengi þeirra hefur hækkað um 1,75% í 201 milljón króna viðskiptum.

Í morgun tilkynnti Seðlabanki Íslands að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur og verða vextir því 5%.

Hægt er að fylgjast með markaðinum á Keldunni .