Alþjóðabankinn hefur lækkaði hagvaxtarhorfur í Kína á árinu úr 8,4% í 8,2%. Þetta er nokkurn vegin í samræmi við stefnu kínverskra stjórnvalda í þá átt að kæla niður hagkerfið eftir mikla keyrslu. Stjórnvöld þar í landi hafa sjálf gefið út að þau ætli að ná 7,5% hagvexti á árinu.

Forsendur hagspár Alþjóðabankans er verðlækkun á fasteignamarkaði, snarpur samdráttur á fjárfestingum, hægur vöxtur einkaneyslu og minni eftirspurn eftir kínverskum vörum í helstu viðskiptalöndum.

Alþjóðabankinn telur líkur á að kínverski seðlabankinn haldi að sér höndum og lækki ekki stýrivexti um sinn.