Álverð hefur farið hækkandi síðustu daga á heimsmarkaði og er tonnið nú á um 1.549 krónur. Lægst fór verðið 25 febrúar sl. í um 1.254 krónur tonnið. Kemur þetta til með að hafa töluverð áhrif á afkomu Landsvirkjunar sem er með verulegan hluta af sinni orkusölu tengda álverði.

Verð á áli hefur hækkað nokkuð ört frá 29. apríl sl. þegar það stóð í 1.390 dollurum tonnið. Nú er verðið svipað og það var í byrjun janúar á þessu ári og í byrjun desember 2008.

Offramboð samfara lítilli eftirspurn eftir áli hefur haldið verðinu niðri og lítil sem engin teikn eru á lofti um að það breytist að ráði næstu mánuðina. Það kann því að líða mjög langur tími í að ævintýrið frá 15. júlí 2008 verði endurtekið þegar skráð verð á áli á LME fór í 3.291,5 dollara tonnið.