Bandaríska lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ráðið til sín 20 starfsmenn frá því félagið opnaði skrifstofu hér á landi fyrir tveimur árum. Um 1,000 starfsmenn starfa nú hjá Alvogen í 24 löndum. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja sem flókin eru í þróun og framleiðslu og markaðssvæði félagsins nær til Mið- og Austur Evrópu, Norður Ameríku og Asíu. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, er forstjóri Alvogen.

Fram kemur í tilkynningu frá Alvogen að starfsemin hér hafi það hlutverk að styðja við vöxt félagsins á erlendum mörkuðum og beri það m.a. ábyrgð á stefnumótun og stjórnun verkefna sem snúa að samþættingu þróunar- og framleiðslueininga, skoðun fjárfestingatækifæra, fjármálum, og vörumerkja- og markaðsmálum. Þá vinnur Alvogen með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum og má þar m.a. nefna: Símann, Skapalón, Deloitte, Purity Herbs, Ensímtækni, Lýsi Landslög, Tvíhorf arkitektar, Pixel prentmiðja, Íslandsbanka, BBA Legal, Fíton, AP Árnason, Svansprent, Pixel, Margt Smátt og fleiri.

Alvogen kynnti í dag ráðningu þriggja starfsmanna. Þeir eru:

Elvar Þór Ásgeirsson
Elvar Þór Ásgeirsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Elvar Þór Ásgeirsson hefur verið ráðinn sem Business Intelligence Manager hjá Alvogen. Hann mun m.a. hafa umsjón með samþættingu og þróun upplýsingakerfa fyrirtækisins. Elvar er kerfisfræðingur að mennt og hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans síðustu 16 ár, þ.á.m. Verðbréfamarkaði Íslandsbanka, Hugbúnaðardeild og nú síðast hjá Mörkuðum.

Lilja Guðmundsdóttir
Lilja Guðmundsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Lilja Guðmundsdóttir hefur tekið við starfi Director of Corporate Services hjá Alvogen og hefur m.a. umsjón með kostnaðarstýringu, fjármálagreiningu og uppbyggingu verkferla fyrir ýmis svið móðurfélagsins. Lilja er viðskiptafræðingur frá háskólanum í Odense í Danmörku. Hún hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum en undanfarin 11 ár starfaði hún hjá Íslandsbanka og forverum hans, m.a. á fjármálasviði og við áhættustýringu, nú síðast sem deildarstjóri Markaðseftirlits.

 Ingibjörg Dröfn Friðriksdóttir
Ingibjörg Dröfn Friðriksdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ingibjörg Dröfn Friðriksdóttir hefur verið ráðin sem Senior Accountant for Corporate Services. Hún er með B.S. gráðu í fjármálum og reikningshaldi frá Háskóla Íslands. Ingibjörg starfaði í átta ár hjá Deloitte og hefur umfangsmikla reynslu þaðan. Fyrst starfaði hún við endurskoðun og reikningshald, svo færði hún sig yfir í Fjármálaráðgjöf Deloitte og síðast starfaði hún eingöngu í IFRS (alþjóðlegir reikningsskilastaðlar) sérfræðihópi Deloitte.