Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2014. Tilkynnt var um útnefninguna í Hafnarborg í dag. Hann hlaut styrk upp á eina milljón króna. Á sama tíma hlutu myndlistarmennirnir Kristbergur Pétursson og Ólöf Björg Björnsdóttir sinn hvorn hvatningarstyrkinn upp á 250 þúsund krónur.

Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að við sama tækifæri veitti menningar- og ferðamálanefnd 24 styrki til menningarstarfsemi og viðburða upp á samtals 5 milljónir króna.

Styrkina hlutu eftirtaldir:

  • Rúnar Óskarsson vegna kammertónleika í Hafnarborg, kr. 100.000
  • Birna Bjarnadóttir vegna sýningarinnar Könnunarleiðangur á Töfrafjallið í St. Jósepsspítala kr. 150.000
  • Brynja Árnadóttir vegna listsýningar í Samfylkingarhúsinu, kr. 100.000
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson  vegna leikritasafns í skrappbókarformi, kr. 150.000.
  • Álfagarðurinn í Hellisgerði vegna álfahátíðar á sumarsólstöðum, kr.,150.000.
  • Björgvin Valdimarsson  vegna snjóbrettamóts í miðbæ Hafnarfjarðar, kr. 50.000.
  • Annríki, þjóðbúningar og skart vegna hönnunar og vinnslu á faldbúningi Rannveigar Filippusdóttur sem er gjöf til Byggðasafns Hafnarfjarðar, kr. 200.000.
  • Jórunn Jörundsdóttir  f. h. hóps listamanna vegna opinna vinnustofa og sýninga í Dvergshúsinu á Björtum dögum og á aðventu, kr. 30.000.
  • Margrét Sesselja Magnúsdóttir vegna verkefnisins Elligleði sem ætlað er fyrir minnissjúka, kr. 200.000.
  • Magnús Leifur Sveinsson vegna tónlistarviðburðarins Pottapopp í Sundhöll Hafnarfjarðar, kr. 150.000
  • Kvennakór Hafnarfjarðar vegna vortónleika, kr. 100.000.
  • Vigdís Klara Aradóttir vegna tónleika í Víðistaðakirkju þar sem fram koma Guido Bäumer og Aladár Rácz, kr. 120.000.
  • Birgir Sigurðsson vegna myndlistarhátíðar Gallerís 002, kr. 150.000
  • Þórarinn Jón Magnússon vegna rafbókar um sögu Hafnarfjarðar, kr. 250.000.
  • Leikfélag Hafnarfjarðar vegna 5 verkefna á árinu og öflugrar leiklistarstarfsemi fyrir börn og áhugafólk um leikritun og leiklist, kr. 500.000.
  • Gaflarakórinn vegna kóramóts sem kórinn stendur fyrir, kr. 150.000.
  • Lúðrasveit Hafnarfjarðar vegna tónleikahalds og fleira, kr. 500.000.
  • Sveinssafn vegna verkefna ársins, kr. 500.000.
  • Gunnar Gunnarsson f.h. kennara við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar vegna raðtónleika víða um bæinn, kr. 200.000
  • Stefán Ómar Jakobsson vegna Eftirstríðsára dansleiks í Gúttó, kr. 150.000
  • Hekla Dögg Jónsdóttir vegna einkasýningar í Hafnarborg, kr. 150.000
  • Kristinn Skagfjörð Sæmundsson f.h. Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar vegna hátíðarinnar Heima í Hafnarfirði, kr. 450.000.
  • Steinunn Guðnadóttir vegna ritunar bókar um Jóhannes Reykdal, kr. 250.000
  • Ragnheiður Gestsdóttir vegna kynningar á ljóðum og textum hafnfirskra höfunda í Gúttó, kr. 100.000