*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 21. maí 2019 16:35

Andri Már fellur frá 2 milljarða kröfu

Andri Már Ingólfsson mun ekki gera frekari kröfu í þrotabú Primera gegn því að fallið verði frá málsóknum gegn honum.

Magdalena A. Torfadóttir
Andri Már Ingólfsson var eigandi Primera air þangað til það fór í þrot í október síðastliðnum.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Andri Már Ingólfsson, fyrrum eigandi Primera air, komst að samkomulagi við þrotabú félagsins um að gera ekki frekari kröfu í þrotabúið gegn því að fallið yrði frá málsóknum gegn honum. Þetta staðfestir Andri Már í samtali við Viðskiptablaðið.

Kröfur Andra Más hljóðuðu upp á 2,1 milljarð króna og var hann næst stærsti kröfuhafinn í þrotabúið á eftir Arion banka. Heildarkröfur í þrotabúið hljóðuðu upp á 10 milljarða króna. Líkt og greint var frá í gær náðist samkomulag vegna fyrirhugaðra riftunarmála sem stóð til að höfða gegn Andra Má.

Andri segir að frá sínum bæjardyrum séð sé málinu lokið en hann hafi persónulega tapað gríðarlegum fjárhæðum í málinu og að auki lánað félaginu persónulega til að halda rekstrinum gangandi.
„Það er auðvitað mikil eftirsjá að svona skyldi fara fyrir félagi sem hafði verið í góðum rekstri í 14 ár," segir Andri að lokum.