Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir líklegt að uppreiknuð krafa Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar á Byr upp á einn og hálfan milljarð króna sé töpuð. Þetta er í ljósi nýfallins dóms í máli Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og SPRON. Kröfu LSR var hrundið að lífeyrisskuldbindingar yrðu skilgreindar sem forgangskröfur í búið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Líklega fæst lítið sem ekkert upp í kröfuna og færist skuldbindingin þá á Hafnarfjarðarkaupstað. Um er að ræða skuldbindingu vegna einstaklinga sem voru starfsmenn hjá Byr og fengu heimild til þess að greiða í Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar í upphafi áttunda áratugarins.