Eftir 13 ár á toppnum er Coca-Cola ekki lengur verðmætasta vörumerki í heimi, samkvæmt mælingu ráðgjafafyrirtækisins Interbrand. Apple er nú komið í fyrsta sæti, en var í fyrra í öðru sæti. Coca-Cola er aftur á móti komið í þriðja sæti.

Samkvæmt Interbrand hefur verðmæti Apple aukist um 28% á liðnu ári. Verðmætið nemur um 12 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Á lista yfir verðmætustu vörumerkin í heiminum eru fimmtán tæknifyrirtæki. Hér má sjá listann.