Kína er mjög mikilvægur markaður fyrir Apple og gert er ráð fyrir meiri fjárfestingum og vexti þar samkvæmt talsmanni Apple í Kína á BBC. Aukinni eftirspurn í Kína eftir verður líklega fylgt eftir með opnun fleiri Apple verslana en núna er fimm slíkar í Kína.

China Unicom Hong Kong and China Telecom eru einu tvö símafyrirtækin sem selja iPhone í Kína. Mikil mótmæli brutust út þegar átti að hefja sölu á iPhone 4S í Peking sem gekk ekki eftir og fólk henti eggjum og lenti í stympingum við lögreglu.

Apple stendur í málaferlum í Kína vegna iPhad vegna höfundaréttar og er einnig í stéttarfélagsbaráttu við kínverska birgja þannig að leiðin er torveld fyrir hinn alþjóðlega risa.