Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, liggur banaleguna, að sögn lækna hans.

Sharon varð forsætisráðherra Ísraels árið 2001 en hann fékk vægt heilablóðfall árið 2005. Ári síðar fékk hann annað alvarlegra heilablóðfall og hefur verið í dái síðan þá.

Mörg líffæri forsætisráðherrans fyrrverandi eru farin að gefa sig og læknar hans segja að hann eigi ekki langt eftir. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu í dag.