*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 9. nóvember 2011 07:51

Arnaldur beint í þriðja sæti

Einvígið komið á metsölulista nokkrum dögum eftir að bókin kom út.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Nýjasta bók spennusagnahöfundarins Arnaldar Indriðasonar, Einvígið, er í þriðja sæti á metsölulista Rannsóknarseturs verslunarinnar fyrir síðustu viku. Athygli vekur að bók Arnaldar kom út á þriðjudag í síðustu viku, 1. nóv., og nær beint inn á metsölulistann.

Listinn er nú tekinn samana vikulega og birtur á vef Rannsóknarsetursins.

Í toppsæti listans í síðustu viku situr bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonasson. Bókin er jafnframt mest selda bókin hér á landi það sem af er ári.

Í öðru sæti listans yfir metsölubækurnar í síðustu viku er Stóra Disney köku- og brauðbókin. Þá situr Einvígið sem fyrr segir í þriðja sæti.

Hér má sjá listann í heild sinni.