Arnar Már Elíasson hefur tekið við starfi forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar. Arnar Már hefur mikla reynslu af banka og útlánastarfsemi.  Hann er fæddur árið 1979 og hefur frá árinu 2009 starfað hjá Íslandsbanka og þar áður sem lánastjóri og fyrirtækjafulltrúi hjá SPRON frá árinu 2004.   Hann er með B.A gráðu í hagfræði frá Winthrop University í Bandaríkjunum.  Í starfi sínu hjá Íslandsbanka var hann viðskiptastjóri í útibúi bankans í Hafnarfirði. Þar veitti hann fyrirtækjasviði forstöðu auk þess að vera staðgengill útibússtjóra.  Arnar er giftur Aldísi Hilmarsdóttur og eiga þau tvo drengi, 7 og 9 ára og er fjölskyldan nú flutt á Sauðárkrók.

Meginverkefni forstöðumanns fyrirtækjasviðs er að hafa yfirumsjón með útlánastarfsemi stofnunarinnar og ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini hennar.