„Þetta er eins og að mæta á fæðingardeild, barnið er fætt en þá vill einhver troða því inn aftur!“ segir þingmaðurinn Árni Johnsen um þá tillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að leitaði verði samkomulags um að færa Þorláksbúð við Skálholtskirkju. Morgunblaðið fjallar um skýrslu nefndarinnar um Þorláksbúð. Í skýrslunni er Ríkisendurskoðun gagnrýnd fyrir að hafa ekki lokið rannsókn á því hvernig skattfé sem lagt var til byggingarinnar.

Bygging Þorláksbúðar var umdeild á sínum tíma. Þá voru forsvarsmenn Þorláksbúðarfélagsins gagnrýndir vegna dráttar á skilum uppgjörs .

Árni Johnsen er formaður Þorláksbúðarfélagsins. Hann segir í samtali við Morgunblaðið húsið hafa kostað tugi milljóna og af og frá að færa það.

„Þetta er bara rugl, svo vitlaust að það er ekki hægt að tala um það,“ segir hann. „Fólkið veit ekki hvað það er að tala um.“