Big Mac.
Big Mac.
© Edwin Roald Rögnvaldsson (VB Mynd/Edwin)
Útflutningur osts frá Bandaríkjunum er nú í hámarki vegna aukinnar eftirspurnar eftir pizzum og ostborgurum í Asíu. Fluttu Bandaríkjamenn meira en tvöfalt magn af cheddar osti til Asíu á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sama tímabil 2010. Mest er selt til Suður-Kóreu en innflutningur þeirra á osti þrefaldaðist milli ára og í Kína tvöfaldaðist innflutningurinn.

Þann 30.apríl hafði úflutt magn af osti á árinu aukist um 68% miðað við sama tímabil ársins 2010, en árið 2010 var slegið með í útflutningi á osti þegar 173.531 tonn voru seld erlendis.

Veitingarkeðjan McDonald's stefnir að því að opna 200 sölustaði í Kína á næsta ári sem er 16% aukning frá árslokum 2010 þegar 1.287 McDonald's staðir voru í landinu.