Breski lyfjarisinn AstraZeneca tilkynnti í gær að félagið hyggðist greiða 15,6 milljarða Bandaríkjadala fyrir yfirtökuna á MedImmune. Með yfirtökunni mun AstraZeneca styrkja markaðsstöðu sína verulega á sviði lífefnatækni og gera fyrirtækinu kleift að færa sig inn á bóluefnamarkaðinn. Gengi hlutabréfa í AstraZeneca lækkuðu um 1,5% í gær í kjölfar fregnanna þar sem búist er við því að yfirtakan muni minnka sölutekjur fyrirtækisins á þessu ári og því næsta.