© Aðsend mynd (AÐSEND)

Atli Rafn Viðarsson hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra VIRTUS endurskoðunar, bókhalds og ráðgjafar ehf. Atli er jafnframt framkvæmdastjóri dótturfélags VIRTUS,  Nótu ehf. (nota.is). Nóta er veflausn fyrir rekstraraðila og annast meðal annars reikningagerð, útsendingu reikninga  á netinu, bókun innborgana og fruminnheimtu með smáskilaboðum, tölvupósti eða símtölum ef greiðslur skila sér ekki.

Fram kemur í tilkynningu að Atli vann áður hjá Tali (IP – Fjarskipti ehf.) sem sölu- og markaðsstjóri.

Virtus var stofnað árið 2001 og býður þjónustu á sviði endurskoðunar, bókhalds, launavinnslu og rekstrarráðgjafar. Starfsmenn VIRTUS eru tæplega 20 og hefur VIRTUS starfsstöðvar í Reykjavík og Mosfellsbæ. Viðskiptavinahópur VIRTUS samanstendur af einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum, innlendum og erlendum.