Atorka Group hf. hefur í dag náð samkomulagi um kaup á eignarhlutum, Árna Þórs Árnasonar forstjóra Austurbakka hf. og Valdimars Olsen framkvæmdarstjóra, í Austurbakka hf., samtals að nafnvirði kr. 9.589.200 eða 63,48% af heildarhlutafé. Eignarhlutur Atorku Group hf. fyrir kaupin var að nafnvirði kr. 0. Eftir viðskiptin á Atorka Group hf. 63,48% af heildarhlutafé Austurbakka hf.

Viðskiptin fóru fram á genginu 53,0 og var greitt fyrir hlutina að hálfu með eigin hlutum í Atorku Group hf. á genginu 6,2 og að hálfu með reiðufé.

Innan fjögurra vikna mun öllum hluthöfum í Austurbaka hf. verða gert yfirtökutilboð og opinbert tilboðsyfirlit útbúið í samræmi við VII. kafla laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti. Atorka Group hf. mun þar bjóða hluthöfum í Austurbakka hf. að kaupa hlutabréf þeirra í félaginu í skiptum fyrir hluti í Atorku Group hf. að hálfu á genginu 6,2 og reiðufé að hálfu.

Austurbakki hf. verður rekið sem sjálfstætt dótturfélag í eigu Atorku Group hf.