Stærsta símafyrirtæki Bandaríkjanna, AT&T tilkynnti í gær að félagið myndi segja upp um 12 þúsund starfsmönnum sem er um 4% allra starfsmanna félagsins.

Fram kemur í frétt Reuters af málinu að vegna minnkandi einkaneyslu vestanhafs og tafa í greiðslu reikninga þurfi félagið að hagræða verulega í rekstri sínum auk þess sem lítið er um nýja viðskiptavini.

AT&T sagði upp 4.600 manns í apríl síðastliðnum, þá helst stjórnendum og millistjórnendum en tilkynnti jafnframt í leiðinni að allt að 10 þúsund manns kynni að verða sagt upp fyrir árslok.