*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Erlent 25. júní 2019 13:58

Auðjöfrar kalla eftir hærri sköttum

Hópur bandarískra auðjöfra hvetur forsetaframbjóðendur til þess að leggja sérstakan skatt á „hina ofurríku“.

Ritstjórn
George Soros.
epa

Hópur bandarískra auðjöfra hefur sent frá sér bréf þar sem forsetaframbjóðendur eru hvattir til þess að leggja sérstakan skatt á „hina ofurríku“, sem verði nýttur til þess að draga úr ójöfnuði og vinna gegn loftslagsbreytingum. BBC greinir frá þessu. 

„Bandaríkjunum ber siðferðileg og efnahagsleg skylda til þess að skattleggja auð okkar í meiri mæli“ segir meðal annars í bréfinu. 

Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru fjárfestirinn George Soros, Chris Hughes, sem er einn af stofnendum Facebook og Holly Munger, en hún er dóttir milljarðamæringsins Charlie Munger.