Tekjur færeyska flugfélagsins Atlantic Airways jukust um níu prósent á fyrsta ársfjórðungi 2012 miðað við sama ársfjórðung 2011, frá 84,5 milljónum danskra króna í 91,9 milljónir. Félagið tapaði samt sem áður meira á þessum ársfjórðungi, eða 5,3 milljónum danskra króna miðað við 2,6 milljónir danskra króna á sama tímabili í fyrra. Helstu ástæður fyrir tapi félagsins eru hærri eldsneytiskostnaður, kostnaður við inntöku nýrrar Airbus þotu auk minni tekna vegna leiguverkefna.

EBITDA félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung ársins var 7 milljónir danskra, sem er 24% lækkun frá EBITDA fyrsta ársfjórðungs 2011 sem var 9,3 milljónir danskra króna.