Aukning á nýjum störfum í einkageiranum í Bretlandi er sú hæsta síðan árið 1997. Fram kemur í skýrslu frá Markit að mesta aukningin hafi orðið á nýjum störfum í byggingariðnaðinum og svo þjónustustörfum.

Þetta komur fram í dag á sama tíma og tölur benda til að hagkerfið hafi vaxið á fyrst ársfjórðungi ársins um 0,8%. Tölur virðast einnig benda til þess að breska hagkerfið muni halda áfram að vaxa á öðrum ársfjórðungi 2014.

Framleiðsluiðnaðurinn í Bretlandi er að vaxa mjög hratt um þessar mundir. Tölur benda til þess að hann muni aukast um 1,5% á öðrum ársfjórðungi ársins. Þetta myndi vera besta frammistaða iðnaðarins síðan fyrsta aukning frá kreppunni varð á öðrum ársfjórðungi 2010 og myndi byggjast mest á 1,4% aukningu í framleiðsluiðnaðinum á fyrsta ársfjórðungi 2014.