*

fimmtudagur, 6. ágúst 2020
Fólk 4. ágúst 2015 15:27

Baldvin Þór Bergsson einn umsjónarmanna Kastljóss

Baldvin Þór Bergsson mun koma til starfa þegar Kastljós snýr aftur 24. ágúst.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Baldvin Þór Bergsson hefur verið ráðinn í stað Sigmars Guðmundssonar sem einn umsjónarmanna Kastljóss. Baldvin starfaði um árabil sem fréttastjóri og vaktstjóri á fréttastofu RÚV og hefur undanfarin misseri búið erlendis en skrifað fréttaskýringar hjá Kjarnanum. Þessu greinir Kjarninn frá.

Baldvin mun koma til starfa 24. ágúst næstkomandi þegar Kastljós fer aftur í loftið. Þá verður Þóra Arnórsdóttir ristjóri Kastljóss.