Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Universal Pictures hefur tryggt sér réttinn að endurgerð myndarinnar On the Job . Tímaritið Variety segir Baltasar Kormák hafa verið fenginn til að endurgera handrit myndarinnar og leikstýra henni. Tímaritið segir á vef sínum Baltasar þegar hafa verið byrjaðan að leggja drög að gerð myndarinnar sem átti að byggjast á sömu atburðum og lýst er í On the Job. Myndin byggir á raunverulegum atburðum á Filipseyjum þegar föngum var sleppt lausum til skamms tíma til að vinna fyrir stjórnmálamenn og ráðamenn hersins sem leigumorðingjar.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í sumar.

Baltasar Kormákur hefur leikstýrt tveimur kvikmyndum í Bandaríkjunum, Contraband og 2 Guns. Þá vinnu hann að gerð myndarinnar Everest sem er með þá Josh Brolin og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum að viðbættum fjölda verkefna sem hann er með á borði sínum á vegum RVK Studios.