Kvikmyndargerðarmaðurinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur Baltasarsson var með 296 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra.

Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins um þá 100 Íslendinga sem höfðu mestar fjármagnstekjur árið 2021. Baltasar Kormákur er í 66. sæti listans.

Á svipuðum slóðum og Baltasar má finna þekkt nöfn úr viðskiptalífinu á borð við Reyni Finndal Grétarsson, stofnanda Creditinfo, Þórð Magnússon, stjórnarformann Eyris invest, Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar, Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marels og Hreggvið Jónsson, aðaleiganda Veritas.

Fjallað er um þá 100 Íslendinga sem höfðu mestar fjármagnstekjur árið 2021 í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði