Sala á notuðum fasteignum í Bandaríkjunum heldur áfram að lækka en í ágústmánuði seldust 4,91 milljón íbúðir samkvæmt upplýsingum frá félagi fasteignasala í Bandaríkjunum.

Það er meiri lækkun en gert hafði verið ráð fyrir en greiningaraðilar á vegum Bloomberg fréttaveitunnar gerðu ráð fyrir að 4,93 milljón íbúðir yrðu seldar í ágúst.

Í júlí voru 5,02 milljón íbúðir seldar.

Þannig hefur sala á íbúðum minnkað um 7% síðustu þrjá mánuði að sögn Bloomberg.

Á sama tíma hefur fasteignaverð lækkað um 9,5% að meðaltali milli ára.