Kreditkortanotkun allra aldurshópa í Bandaríkjunum hefur minnkað. Einnig hefur einkaneysla dregist saman, einkum eyðsla í vöruflokkum sem ekki eru nauðsynlegir, eftir því sem olíu- og matarverð hækkar og húsnæðisverð lækkar.

37% neytenda sem svöruðu nýrri könnunsögðust hafa minnkað notkun kreditkorta á meðan einungis 10% sögðust hafa aukið sína notkun.

54% sögðust ætla að eyða minna í munaðarvarning á næstunni á meðan 5% hyggjast eyða meira fé í slíka hluti.

57% svarenda sögðust ætla að borða sjaldnar á veitingahúsum.

Skuldir heimilanna í Bandaríkjunum námu í maí tæplega 962 milljörðum dala, sem er um 3.150 dalir (um 250.000 íslenskar krónur) á hvert mannsbarn þar í landi.

Þetta kemur fram í frétt Reuters.