Þegar fjármálakrísan skall á í lok 2008 ákvað ríkisstjórn Bandaríkjanna að bjarga tryggingafyrirtækinu, AIG, með 182 milljarða dollara hlutabréfakaupum.

Nú, 4 árum síðar, hefur ríkisstjórnin tilkynnt að að um 15 milljarða dollara hagnaður varð af sölu hlutabréfanna. Mánudaginn 10. september seldi ríkið 554 milljónir hluta sem er um 18 milljarðar dollara og var söluverðið um 32 dollarar á hlut. Ríkið á hins vegar enn um 16% hlut í tryggingarisanum.

AIG, eitt sinn stærsta tryggingafyrirtækið, hefur byrjað að skila hagnaði á ný. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs varð hagnaðurinn 2,3 milljarðar dollara sem er um 27% meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra.