Flugmálaeftirlit Bandaríkjanna (FAA) hefur bannað öllum bandarískum flugfélögum að fljúga yfir Írak í ókominn tíma.

FAA segir bannið stafa af áhættusömu ástandi vegna átaka þar í landi. Bandaríkin hófu loftárásir gegn skæruliðahreyfingunni IS í Írak á fimmtudaginn.

Flug yfir átakasvæði hafa sætt töluverðri gagnrýni eftir að flug MH17 var skotið niður í Úkraínu í júlí. Fyrr í júlí frestuðu FAA og nokkur evrópsk flugfélög öllu flugi til Ben Gurion flugvallarins í Tel Avív í Ísrael vegna öryggishættu.