David Rossi talsmaður ítalska bankans Banca Monte dei Paschi di Siena í Siena á Ítalíu er talinn hafa kastað sér út um glugga í höfuðstöðvum bankans og látist samstundist. Atburðurinn átti sér stað í gær.

Rannsókn stendur yfir á mögulegum svikum og fjárdrætti í bankanum sem talinn er nema hundruðum milljónum evra. Leitað var á heimilum og skrifstofum fjölmargra starfsmanna bankans fyrir nokkrum dögum. Meðal starfsmannanna var Rossi.

Banca Monte dei Paschi di Siena er elsti banki Ítalíu, stofnaður árið 1472. Bankinn hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarin misseri.