Lítil velta var á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag, um 3,1 milljarðar króna. Mesta veltan var með bréf Kviku banka, Íslandsbanka og Arion banka.

Mesta veltan var með bréf Kviku banka en viðskipti með bréfin námu 786 milljónum króna og hækkaði bankinn mest allra félaga, um 1,57%. Viðskipti með bréf Íslandsbanka námu 692 milljónum króna og Arion 507 milljónum króna.

Marel hækkaði um 0,96% í 390 milljón króna viðskiptum en Iceland Seafood lækkaði mest allra félaga á markaði, um 1,34% í 18 milljón króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 1,14% í 66 milljón króna viðskiptum.

Á First North hækkaði Solid Clouds um 9,88% í 777 þúsund króna viðskiptum. Flugfélagið Play fór upp um 0,85% í milljón króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,62% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 3.271,73.