Hagnaður þriggja stærstu bankanna var um 48 milljarðar króna á fyrstu 9 mánuðum ársins samkvæmt nýbirtum uppgjörum fyrir þriðja ársfjórðung.

Ef tekið er tillit til virðisbreytinga á lánasöfnum er hagnaður þeirra talsvert lægri, eða um 35 milljarðar króna. Mestu munar um virðisbreytinguna hjá Landsbankanum og Íslandsbanka.

Hagnaður Landsbankans nam 22 milljörðum á tímabilinu en án áhrifa virðisbreytinga nemur hann 15 milljörðum. Hjá Íslandsbanka var hagnaðurinn 15 milljarðar en 9,6 ef litið er fram hjá virðisbreytingum lána. Arion banki skilaði um 10 milljarða króna hagnaði og eru áhrif virðisbreytinga óveruleg í hans tilfelli.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .