Banco Popolare, einn stærsti banki Ítalíu hefur hækkað um 8,39% það sem af er degi í kauphöllinni í Mílanó. Er hækkunin kærkomin fyrir eigendur hlutabréfanna, sem hafa lækkað um tæp 50% frá áramótum.

Aðrir bankar hafa einnig hækkað mikið. Intesa Sanpaolo hefur hækkað um 6,85% og UniCredit hefur hækkað um 6,12%.

Hlutabréf hafa hækkað um 2,5% í kauphöllinni rúmri klukkustund eftir opnun hennar. Virðist sem hlutabréfaverð fari lækkandi aftur en hækkunin í Mílanó nálgaðist 4% um áttaleytið.