Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra 50 bát til Gamvik í Finnmörku sem er nyrst í Noregi. Skipstjóri og aðaleigandi bátsins er Haraldur Árni Haraldsson. Bátnum var siglt frá Íslandi til Norður-Noregs um páska. Sagt er frá þessu í Fiskifréttum .

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Aldís Lind. Báturinn er 15 m langur og 4,65m breiður og mælist 30 brúttótonn.

Báturinn er útbúinn til línuveiða með yfirbyggðu vinnudekki. Svefnpláss er fyrir sex í lúkar og eldunaraðstöðu með öllum nauðsynlegum búnaði. Báturinn hefur þegar hafið veiðar við Noreg.