Baugur hefur dregið til baka tilboð sitt í bresku tískuvörukeðjuna Moss Bros.

Tilboðið nam 42 pens á hlut en Baugur ákvað að falla frá því eftir að annað tískufyrirtæki, Laura Ashley Holding, hafði byggt upp stöðu í hlutabréfum Moss á hærra verði.

Dow Jones-fréttaveitan vísar í fréttatilkynningu frá Baugi þar sem kemur fram að félagið láti af áformum sínum vegna þess að „framkvæmdaáhættan“ sem fylgir yfirtöku sé nú orðin óásættanleg.

Gengi bréfa Moss Bros hefur fallið um 14,3% það sem af er morgni og fór í 39 pens.