Að undangengnu lokuðu útboði hafa iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun tekið tilboði íslensku lögmannsstofunnar BBA//Legal um lögfræðiráðgjöf vegna undirbúnings útboðs á Drekasvæðinu.

Drög að reglugerð með kolvetnislögum og fyrirmynd rannsóknarleyfis eru nú til yfirferðar og verða tilbúin í tæka tíð.

Ríkiskaup veita einnig ráðgjöf um skilmála og framkvæmd útboðsins. Iðnaðarráðuneytið mun fyrir lok þessa mánaðar ljúka við samantekt á athugasemdum og svörum vegna umhverfismats áætlunar um olíuleit á Drekasvæði, í samræmi við ákvæði laga nr. 105/2006.