Almennt verð á bensínlítranum hefur hækkað um 29 krónur frá áramótum og um 16 krónur frá því Rússar lýstu yfir sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu þann 21. febrúar.

N1 hækkaði almenntverð á bensínlítra í dag um fimm krónur og hefur því hækkað verð á bensínlítra um sextán krónur undanfarnar tvær vikur og kostar hann nú 297,9 krónum að því er fram kemur á vefnum Gasvaktin. Verð á bensínlítranum hefur aldrei verið hærra í krónum talið.

Olíuverð á heimsmarkaði hefur verið í sögulegum hæðum eftir innrás Rússa í Úkraínu og stendur nú tunna af Brent hráolíu í 127 dollurum en var í 79 dollurum í upphafi ársins. Brent hráolíu náði þrettán ára toppi í gær og hafði þá aðeins einu sinni verið hærra í sögunni, en það var árið 2008.

Hjá Atlantsolíu, ÓB og Orkunni er almennt verð á bensínlítra nú tæpar 290 krónur, hjá Olís er það 292,8 en Costco 252,9 krónur eftir umtalsverða hækkun síðustu vikur.