Ráðgjafafyrirtækið Arton Capital hefur sett saman lista yfir öflugustu vegabréf heims. Vegabréfunum er raðað eftir því hversu mörg lönd eigendi vegabréfsins getur heimsótt án vegabréfsáritunur eða með því að fá vegabréfsáritun á staðnum. Samkvæmt listanum koma Vestræn lönd lang sterkust út. En neðst á listanum eru mörg Afríkulönd. Í fyrsta sæti eru bresk og bandarísk vegabréf sem veita aðgang að 147 löndum. Ísland er ekki með þeim efstu á listanum en vermir 12. sæti ásamt Slóveníu og veitir aðgang að 135 löndum.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir öflugustu eða bestu vegabréfin og hversu mörg lönd þau veita aðgang að:

1. Bandaríkin og Bretland (147 lönd)

2. Frakkland, Suður Kórea og Þýskaland France (145 lönd)

3. Svíþjóð og Ítalía (144 lönd)

4. Danmörk, Singapúr, Finnland, Japan, Lúxemborg og Holland (143 lönd)

5. Sviss (142 lönd)

Verstu vegabréf í heimi (þau sem veita minnstan aðgang) eru:

1. Suður-Súdan, Palestína, Búrma, Salómonseyjar, Saó Tóme og Prinsípe (28 lönd)

2. Afganistan, Írak, Eþíópía, Nepal og Djíbútí (38 lönd)

3. Sómalía og Erítrea (39 lönd)

4. Miðbaugs-Gínea, Bútan, Kómoreyjar og Búrúndí (40 lönd)

5. Kongó, Jemen, Mið-Afríkulýðveldið og Kósóvó (41 land)

Listann má skoða í heild sinni hér .