*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 1. maí 2018 10:36

Betri afkoma hjá Ísaksskóla

Hagnaður Ísaksskóla jókst um 44% á síðasta ári, en á sama tíma hækkuðu tekjurnar um 13,6%.

Ritstjórn

Sjálfseignarstofnunin Skóli Ísaks Jónssonar hagnaðist um 36 milljónir króna á síðasta ári, sem er 11 milljónum króna meiri hagnaður en árið 2016. Það samsvarar 44% aukningu hagnaðar á sama tíma og tekjurnar jukust um 13,6%. Tekjur Ísaksskóla jukust úr 434 milljónum í 493 milljónir milli ára.

Skólagjöld hækkuðu úr 92 milljónum í 99 milljónir, framlög sveitarfélaga hækkuðu úr 337 milljónum í 378 milljónir og önnur framlög hækkuðu úr 5 milljónum í 15 milljónir. Á móti hækkuðu laun um 52 milljónir milli ára en annar rekstrarkostnaður lækkaði um sex milljónir milli ára. Eignir skólans nema 159 milljónum króna, eigið fé 120 milljónum og skuldir 39 milljónum.

Stærstu eignir félagsins um síðustu áramót voru verðbréf sem metin voru á 95 milljónir króna og handbært fé sem nam 28 miljónum króna. 41 stöðugildi var hjá skólanum í fyrra.