Bandarísku bílaframleiðendurnir General Motors Co., Chrysler Group LLC, Ford Motor Co. ásamt Toyota Corp. og fleirum styðja allir þá hugmynd að setja svarta kassa í alla bíla líkt og þekkist í flugvélum. Þá er gert ráð fyrir að þessi búnaður verði með bremsuyfirtökubúnaði (brake override systems) sem á að tryggja að gallar í tölvu, eða vélbúnaði bíla leiði ekki til óviðráðanlegrar hraðaaukningar.

Þá hafa Toyota, Mazda Motor Co. og GM þegar gefið út að bremsuyfirtökubúnaðurinn verði staðalbúnaður í öllum þeirra bílum þegar árið 2013. Auk bremsubúnaðarins er gert ráð fyrir að úr svarta kassanum megi fá upplýsingar um akstur og búnað bílsins í 60 sekúndur fyrir árekstur og 15 sekúndur eftir árekstur.