Bandaríski bílarisinn Genaral Motors Co. sýndi 865 milljóna dollara hagnaða á fyrsta ársfjórðungi 2010. Er þetta í fyrsta sinn í þrjú ára að hagnaður sést í bókum félagsins Var hann mögulegur í kjölfar afskrifta og ríkisstuðnings upp á milljarða dollara. Er þetta verulegur viðsnúningur þar sem nettótap GM á fjórða ársfjórðungi  2009 var um 3,4 milljarðar dollara.

Velta GM á tímabilinu janúar til mars var 31,5 milljarðar dollara sem er 40% veltuaukning á milli ára. Chris Liddell fjármálstjóri GM var ánægður með niðurstöðuna í yfirlýsingu sem birt er í The Detroit News. Þar segist hann ekki sjá neina ástæðu fyrir öðru en að hagnaður eigi að nást á árinu í heild.