Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, barðist við tárin þegar hann lýsti samstarfinu við Steve Balmer, fráfarandi forstjóra fyrirtækisins, í viðtali í gær. Balmer ætlar að hætta á næstu mánuðum og stjórn Microsoft leitar logandi ljósi að eftirmanni hans. „Þetta er flókið starf að vinna,“ sagði Gates í viðtalinu.

„Ég vil þakka Ballmer fyrir framlag hans á síðustu þrettán árum,“ sagði Gates. „Það eru mikil forréttindi að leiða þann hæfileikaríka hóp starfsmanna sem við höfum,“ segir Gates enn fremur.

Gates segir að erfitt sé að finna rétta mann í stöðu forstjóra. „Við þurfum að tryggja að næsti forstjóri sé rétti maðurinn á réttum tíma fyrir fyrirtækið sem við elskum öll,“ sagði Gates. Samkvæmt frásögn The Verge komst Gates við þegar hann sagði þetta.