*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Fólk 27. október 2020 18:19

Birki ráðgjöf ræður Láru Nönnu

Lára Nanna Eggertsdóttir gengur til liðs við Birki ráðgjöf frá Hringrás. Mun sinna rekstrar- og fjármálaráðgjöf.

Ritstjórn
Lára Nanna Eggertsdóttir kemur til Birki ráðgjafar frá Hringrás.
Aðsend mynd

Lára Nanna Eggertsdóttir hefur gengið til liðs við Birki ráðgjöf þar sem hún mun sinna rekstrar – og fjármálaráðgjöf ásamt því að vera fagstjóri til leigu.

Lára er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með fjölbreyttan stjórnunarferil sem fjármála- og framkvæmdastjóri auk stjórnarsetu í fyrirtækjum á ólíkum sviðum atvinnulífsins.

Hún var nú síðast fjármálastjóri Hringrásar endurvinnslu á árabilinu frá 2017, en áður starfaði hún m.a. hjá 365 miðlum þar sem hún var framkvæmdastjóri fjármálasviðs og áður framkvæmdastjóri sjónvarps og útvarps, á árabilinu 2001 til 2009.

Í millitíðinni starfaði Lára Nanna við eigið félag, Rusk Tvíbaka frá 2010 til 2012, sem framkvæmdastjóri Nordica Spa&Gym í eitt ár milli 2012 og 2013, sem fjármálastjóri Konunglega kvikmyndafélagsins/Stórveldisins stærstan hluta ársins 2014, og svo í tvö ár, frá 2015 til 2017 sem fjármálastjóri GMR Endurvinnslunnar ehf.

Birki ráðgjöf veitir fjölbreytta rekstrar- og mannauðsráðgjöf með áherslu á fagmennsku og langtímaárangur. Birki býður einnig upp á fjölbreytt úrval námsskeiða og fagstjóra til leigu.