Birta líf­eyris­sjóður hefur fest kaup á tæp­lega 2% hlut í fasteignafélaginu Kalda­lóni sam­kvæmt upp­færðum lista yfir 20 stærstu hlut­hafa við lok mánaðar. Birta átti ekkert í fé­laginu í upp­hafi árs sam­kvæmt árs­reikningi lífeyrissjóðsins en er nú þrettándi stærsti hlut­hafinn.

Birta á nú 220 milljónir hluti í Kaldalóni og er markaðsvirði þeirra um 323 milljónir króna.

Stærstu hluthafar Kaldalóns 31.maí 2023

Hluthafi Fjöldi hluta Í %
Skel fjárfestingafélag hf. 1,710,764,007 15.37
Stapi lífeyrissjóður 1,101,020,556 9.89
Arion banki hf. 929,531,221 8.35
Norvik hf. 874,724,541 7.86
Stefnir - Innlend hlutabréf hs. 867,909,427 7.80
Vátryggingafélag Íslands hf. 490,000,000 4.40
E&S 101 ehf. 479,594,078 4.31
Stefnir - ÍS 5 hs. 371,932,674 3.34
Frjálsi lífeyrissjóðurinn 338,333,332 3.04
Edra ehf. 296,782,200 2.67
Búbót ehf. 270,270,270 2.43
Birta lífeyrissjóður 220,000,000 1.98
RES 9 ehf. 194,496,394 1.75
Lov&co ehf. 141,457,162 1.27
365 hf. 140,363,034 1.26
Kvika banki hf. 122,484,989 1.10
Investar ehf. 114,607,161 1.03
Greenwater ehf. 101,329,787 0.91
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 95,555,555 0.86
IREF ehf. 94,495,907 0.85

Birta bætir við sig í Nova fyrir 900 milljónir

Birta bætti einnig við sig í fjar­skipta­fé­laginu Nova í maí­mánuði og er nú stærsti ein­staki hlut­hafinn í fé­laginu en þrír sjóðir Stefnis eiga sam­tals stærri hlut. Við lok mánaðar átti Birta 7,87% í fé­laginu til saman­burðar við 6,99% við lok apríl­mánaðar.

Birta bætti við sig um 34 milljón hlutum í mánuðinum en markaðsvirði þeirra er um 900 milljónir. Heildarhlutur Birtu í Nova er nú metinn á 1,3 milljarða króna

Lífeyrissjóðirnir bæta við sig í Icelandair

Birta líf­eyris­sjóður bætti einnig líti­lega við sig í Icelandair í mánuðunum á­samt öðrum líf­eyris­sjóðum en Lífs­verk líf­eyris­sjóður, Al­menni líf­eyris­sjóðurinn, Gildi, Líf­eyris­sjóður starfs­manna ríkisins bættu við eignar­hlut sinn í Icelandair í síðasta mánuði.

Gildi-líf­eyris­sjóður á nú 3,49% í Icelandair og er á­fram næst­stærsti hlut­hafinn í fé­laginu en líf­eyris­sjóðurinn átti um 3,25% hlut í lok apríl­mánaðar.

Hlutur Gildis í Icelandair er nú metinn á 2,5 milljarða króna.

Stærstu hluthafar Icelandair í lok maímánaðar

Hluthafi Fjöldi hluta Í %
Blue Issuer Designated Activit 7,073,868,087 17.20
Gildi - lífeyrissjóður 1,436,967,434 3.49
Brú Lífeyrissjóður starfs sveit 1,213,221,741 2.95
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild 1,172,604,157 2.85
Almenni lífeyrissjóðurinn 988,984,111 2.41
Íslandsbanki hf. 988,859,100 2.40
Arion banki hf. 970,179,906 2.36
Briarwood Capital Partners LP 807,000,000 1.96
Íslandsbanki hf,safnskráning 2 764,510,632 1.86
Sólvöllur ehf. 663,704,375 1.61
Landsbréf - Úrvalsbréf hs. 549,951,689 1.34
Lífsverk lífeyrissjóður 546,422,718 1.33
The Miri Strategic Emerging Ma 513,800,000 1.25
Birta lífeyrissjóður 512,691,996 1.25
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 512,361,239 1.25
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 441,124,247 1.07
John Shrimpton 420,000,000 1.02
IS Hlutabréfasjóðurinn 392,134,118 0.95
Vanguard Emerging Markets Stock 365,537,446 0.89
Eftirlaunasjóður FÍA 364,740,510 0.89

Banda­ríski fjár­festingar­sjóðurinn Briarwood Capi­tal Partners losaði tölu­verðan hlut í Icelandair á móti.

Í apríl á þessu ár var greint frá því að Briarwood hafi selt í Icelandair fyrir yfir 700 milljónir króna fjár­festingar­sjóðurinn bættir við við lista yfir stærstu hlut­hafa Icelandair í janúar síðast­liðnum. Í byrjun febrúar var sjóðurinn kominn með 1.507 milljónir hluta í Icelandair, eða um 3,66% eignar­hlut, að markaðs­virði 3,2 milljarðar króna og var þá þriðji stærsti hlut­hafi flug­fé­lagsins.

Briarwood var við lok mánaðar 9. stærsti hlut­hafinn í Icelandair með um 1,98% eignar­hlut.