Bjarni Guðmundsson, staðgengill útvarpsstjóra, sótti um stöðu útvarpsstjóra. Hann upplýsti starfsfólk RÚV um þetta í tölvupósti rétt áðan, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu, hefur einnig sótt um stöðuna. Þá sagðist Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður, í samtali við Eyjuna að hún hefði sótt um. Áður hafði Stefán Jón Hafstein upplýst um að hann hefði áhuga á starfinu og hann hefði sótt um.

Umsóknarfrestur um starfið rann út á miðnætti. Fastlega má gera ráð fyrir að stjórn RÚV greini frá því í dag hverjir umsækjendur eru.