Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður sjálfstæðisflokks, voru staddir í höfuðstöðvum Stoða/FL Group nóttina áður en að Glitnir var þjóðnýttur. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Stoðir/FL Group voru aðaleigendur Glitnis banka fyrir fall hans og Jón Ásgeir Jóhannesson átti ráðandi hlut í Stoðum/FL Group.

Í skýrslunni segir að aðfaranótt 29. september, dagsins sem Glitnir var þjóðnýttur, hafi Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, og Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður hans verið„boðaðir til fundar við Þorstein Má Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur. Þar voru einnig staddir nokkrir stjórnarmenn í Glitni auk Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða. Loks voru þar staddir þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson“.