Í Viðskiptaþættinum í dag verður rætt við Einar Njálsson, bæjarstjóra Árborgar, en mikill uppgangur hefur verið á Árborgarsvæðinu undanfarin misseri. Sveitarfélagið hefur stækkað mikið í kjölfar sameininga íbúum fjölgar hratt. Mikil ásókn er nú eftir byggingalandi á Selfossi, stærsta byggðakjarna Árborgar.

Að því loknu verður rætt við Jón Helga Eigilsson, framkvæmdastjóra Klaks, en félagið kemur að mörgum sprotafyrirtækjum hér á alndi.

Í lok þáttarins verður síðan rætt við Kristján Þ. Davíðsson forstjóra Iceland Seafood International en í dag var gengið frá eigendaskiptum félagsins og sameiningu við B. Benediktsson ehf.