Í dag hefur Björn Borg AB, meðalstórt félag í neysluvörugeiranum, verið skráð í OMX Nordic Exchange í Stokkhólmi. Björn Borg kemur af lista First North á aðalmarkað Nordic Exchange að því er kemur fram í tilkynningu Kauphallarinnar.

Björn Borg (áður Worldwide Brand Management AB) framleiðir nú fimm vöruflokka, þ.e. föt, skó, töskur, gleraugu og ilmvötn.. Björn Borg vörurnar eru seldar á 10 mörkuðum í Evrópu og þeirra stærstir eru Svíþjóð og Holland. Vörumerkið Björn Borg varð til í lok níunda áratugarins. Félagið hefur verið á First North í Stokkhólmi síðan í desember 2004.

?Björn Borg sýnir vel hvernig það fyrirkomulag okkar virkar að hafa aðalmarkað og annan markað, First North, fyrir félög í vexti. Félögin geta einbeitt sér að vexti og þróun á First North og þegar þau eru tilbúin og uppfylla skilyrðin á aðalmarkaðnum, geta þau flutt sig yfir?, segir Jenny Rosberg, framkvæmdastjóri Company Services hjá OMX.